mið 20. ágúst 2014 16:14
Arnar Daði Arnarsson
Fáninn af Sigga Dúllu er týndur
Veist þú hvar fáninn af Siggu Dúllu er?
Veist þú hvar fáninn af Siggu Dúllu er?
Mynd: Twitter
Fyrir bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Fram í fyrra lét Silfurskeiðin gera fána af liðstjóra Stjörnuliðsins, Siggu Dúllu.

Á Facebook í síðustu viku sendi Silfurskeiðin frá sér tilkynningu um að fáninn væri týndur og Stjörnufólk beðið um að athuga hvort hann væri einhverstaðar á sínu snærum. Fáninn hefur ekki enn fundist og verður því enginn fáni af Sigga Dúllu á Laugardalsvelli í kvöld þegar Stjarnan mætir Inter.

,,Ég ætla bara vona að hann sé í kvenmannshöndum," sagði Siggi Dúlla léttur í bragði í samtali við Fótbolta.net en hann er önnum kafinn við alls skonar verkefni tengdum leiknum í kvöld.

,,Við erum búnir að gera dauða leit af fánanum en hann finnst ekki," sagði Andri Heiðar Sigurþórsson í Silfurskeiðinni.

,,Fáninn fór á eitthvað flakk í vetur og hefur ekki fundist eftir það. Við erum búnir að auglýsa eftir honum og værum meira en til í það að finna hann. Við ætluðum að láta framleiða nýjan fána en við vitum að gamli fáninn er ennþá til og við treystum því að hann komi í leitirnar," sagði Andri Heiðar ennfremur og bendir fólki á að ef það veit hvar fáninn er, að hafa samband gegn [email protected].
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner