mið 20. ágúst 2014 16:29
Arnar Daði Arnarsson
Yfirlýsing frá HK: Sýnum Viktori Unnari traust
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meistaraflokksráðs HK hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi máls Viktors Unnars Illugasonar leikmanns liðsins sem fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks HK og Víkings Ólafsvíkur í gærkvöldi.

Viktor Unnar var rekinn af velli eftir orðaskipti við annan aðstoðardómara leiksins. Viktor Unnar tjáði sig um málið við vefsíðuna 433 fyrr í dag.

,,Ég ætla svo sem ekkert að fara út í það sem ég sagði en ég lét þau orð falla eftir að línuvörðurinn hafði tjáð mér hvað ég væri búinn að vera lélegur í þessum leik. Ég spyr mig hvort það sé hlutverk hans að dæma um það hvort leikmaður eigi góðan eða slæman leik," sagði Viktor Unnar.

Eftir ummæli Viktors sagði formaður dómaranefndar, Gylfi Þór Orrason við 433, ,,,,Ég hef ekki trú á því að að jafn reyndur aðstoðardómari og þetta sé að segja svona, ég legg ekki neinn trúnað á þetta. ,,Ég tel ekki neina þörf á að ræða þetta, ég legg ekki neinn trúnað á þessi orð (Viktors Unnars)."



Yfirlýsing frá mfl. ráði HK:

Vegna þess atburðar sem varð undir loks leiks Víkíngs Ó. og HK í 1.deild karla í gærkvöldi og fjölmiðlaumfjöllunar um hann, þegar Viktori Unnari Illugsyni, leikmanni HK, var gefið beint rautt spjald vegna orðaskipta hans og aðstoðadómara leiksins, Jóhanns Gunnars Guðmundssonar, vill m.fl.ráð HK taka eftirfarandi fram:
„Meistaraflokksráð HK lýsir yfir fullu trausti til Viktors Unnars Illugasonar leimanns HK og mun ekki aðhafast frekar í þessu máli.“
F.h. m.fl.ráðs HK.
Þórir Bergsson, formaður
Athugasemdir
banner
banner
banner