Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. ágúst 2014 16:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 16. umferð: Þetta var algjör steypa
Leikmaður 16. umferðar - Andri Ólafsson (ÍBV)
Andri Ólafsson.
Andri Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var flottur sigur. Mér fannst við eiga þetta skilið, ef maður horfir á leikinn í heild," segir Andri Ólafsson, leikmaður 16. umferðar í Pepsi-deild karla.

Andri var góður í hjarta varnarinnar hjá ÍBV í 2-1 sigri á Víkingi R. á mánudag.

,,Við vorum í næstneðsta sæti fyrir leikinn og þurftum að breyta því hvernig við spilum. Við erum að þétta liðið og nýta styrkleikana okkar. Við erum með fljóta og öfluga stráka og sérstaklega eftir að við fengum Þórarinn Inga þá hentar okkur vel að spila svona."

Andri kom aftur til uppeldisfélagsins ÍBV í júlí eftir eins og hálfs árs fjarveru. ,,Það er algjör snilld að vera byrjaður aftur. Það er gaman að vera kominn aftur til Eyja. Þetta er flottur hópur og það er allt flott hérna."

Andri missti af nánast öllu síðasta tímabili með KR vegna meiðsla. ,,Þetta var alltaf eitthvað sitt og hvað. Ég var með í náranum fyrir tveimur árum og síðan var þetta í mjöðminni. Þetta var einhver algjör steypa. Ég er orðinn góður núna."

,,Ég æfi samt ekki alveg eins mikið og allir aðrir. Ég fæ eina og eina æfingu í frí. Það er ágætt, manni finnst maður vera orðinn svo gamall. Ég náði heldur ekki undirbúningstímabili svo maður þarf að hugsa vel um sig."


Andri gekk til liðs við Grindavík í vor en fór síðan frá félaginu til ÍBV í júlí.

,,Þeir hjálpuðu mér mikið. Þeir leyfðu mér að koma til sín eftir að ég hafði verið lengi frá og ég fékk að hafa þetta eins og ég vildi. Þeir gerðu allt fyrir mig."

,,Það er leiðinlegt hvernig gengi þeirra hefur verið í sumar. Þetta er alltof gott lið til að vera í svona rugli. Þetta sýnir samt að þessi 1. deild er sterk. Þú þarft að vera með flott lið og vera skipulagður til að komast upp,"
sagði Andri sem segir að ÍBV hafi alltaf verið fyrsti kostur.

,,Það voru einhverjir möguleikar og einhver lið sem spjölluðu við mig. Ég ætlaði alltaf að fara til Eyja. Það var ekkert annað sem kom til greina," sagði Andri að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 15. umferðar - Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
Leikmaður 13. umferðar - Igor Taskovic (Víkingur R.)
Leikmaður 12. umferðar - Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Leikmaður 10. umferðar - Jeppe Hansen (Stjarnan)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Gauti Emilsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur)
Leikmaður 7. umferðar - Pape Mamadou Faye (Víkingur)
Leikmaður 6. umferðar - Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Leikmaður 5. umferðar - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Leikmaður 2. umferðar - Jonas Sandqvist (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Mads Nielsen (Valur)
Athugasemdir
banner
banner