Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 21. ágúst 2014 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Íslenska kvennalandsliðið fer ekki á HM
Úr leiknum á Laugardalsvelli í kvöld.
Úr leiknum á Laugardalsvelli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 0 - 1 Danmörk
0-1 Pernille Harder ('58)

Íslenska kvennalandsliðið kemst ekki á HM á næsta ári eftir tap á heimavelli gegn Dönum.

Íslenska liðið byrjaði af krafti og óð í færum fyrsta hálftímann en inn vildi boltinn ekki.

Þær dönsku áttu skalla í slá og niður og vildu fá mark fyrir en ekkert var dæmt. Endursýningar sýndu að knötturinn fór inn fyrir marklínuna.

Í síðari hálfleik var leikurinn jafnari og kom Pernille Harder gestunum yfir með fallegu skoti.

Íslensku stúlkurnar reyndu hvað þær gátu til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og sárt tap á heimavelli staðreynd.

Íslenska liðið á tvo leiki eftir og getur nælt sér í annað sæti riðilsins með heppni en það mun ekki nægja til að koma liðinu í lokakeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner