Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. ágúst 2014 15:04
Elvar Geir Magnússon
Welbeck frjálst að yfirgefa Manchester United
Mynd: Getty Images
Danny Welbeck hefur fengið þau skilaboð frá Louis van Gaal að honum sé frjálst að yfirgefa Manchester United.

Welbeck á tvö ár eftir af samningi sínum og getur verið áfram hjá félaginu vilji hann það.

Wayne Rooney og Robin van Persie eru sóknarpar United og er Welbeck í baráttu við Javier Hernandez um tækifæri í liðinu.

Van Gaal gæti verið að horfa til James Wilson, 18 ára stráks sem skoraði tvívegis í sínum fyrsta aðalliðsleik á ferlinum þegar United vann 3-1 sigur á Hull City.

Hull hefur áhuga á að fá Welbeck en leikmaðurinn ku ekki vera spenntur fyrir því að fara til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner