þri 26. ágúst 2014 23:00
Magnús Már Einarsson
Van Gaal: Di Maria breytir ekki heiminum á morgun
Van Gaal leggur á ráðin með Ryan Giggs.
Van Gaal leggur á ráðin með Ryan Giggs.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, segist ekki reikna með að Angel di Maria gjörbreytti liðinu strax.

Di Maria kom til Manchester United á tæplega 60 milljónir punda fyrr í dag en í kvöld tapaði liðið óvænt 4-0 gegn MK Dons í enska deildabikarnum.

,,Ég get breytt leikkerfinu eftir komu Di Maria og hann getur líka spilað á vængnum eða á miðjunni," sagði van Gaal eftir leikinn í kvöld.

,,Hann getur gert hluti og það er mjög mikilvægt en við búumst ekki við að heimurinn breytist á morgun."

,,Hann þarf að aðlagast menningunni á Englandi, menningunni í ensku úrvalsdeildinni og viðhorfinu hjá Manchester United."

Athugasemdir
banner
banner
banner