Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. ágúst 2014 17:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Páll nýkominn úr áskorun: Ætlum að setja pressu á Inter
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
,,Það er ekki amalegt að klára þetta bíó á San Siro," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar við Fótbolta.net síðdegis í dag. Hann var þá nýbúinn að klára ísfötuáskorunina á San Siro, heimavelli Inter, þar sem Stjörnumenn æfðu í dag.

,,Það eru allir ljómandi ferskir. Það er æðislegt að fá að æfa hérna. Það er geðveikt veður og lífið leikur við okkur þessa dagana. Við erum gíraðir í slaginn."

,,Þetta er geggjað mannvirki og grasið er nýtt. Í Póllandi (hjá Lech Poznan) voru búningsklefarnir og allt flottari, þetta er eldra hérna en það er frábært að vera á þessum sögufræga leikvangi."

Rúnar Páll segir að Stjörnumenn muni blása til sóknar á morgun en þeir eru 3-0 undir í einvíginu gegn Inter.

,,Þeir eru að hvíla menn og við ætlum að keyra yfir þá í byrjun. Við ætlum að setja smá pressu á þá. Þeir reikna með að við liggjum og bíðum."

,,Það er allt í lagi að setja smá pressu og sjá hvernig það gengur. Það getur vel verið að það gangi ekki neitt. Það getur vel verið að þeir keyri yfir okkur aftur. Við erum undir í baráttunni og við verðum allavega að reyna að skora mörk og sjá hvernig það gengur. Við erum að mæta mjög sterku liði en það er allt í lagi að reyna."


Rúnar Páll segir að ítalskir fjölmiðlar hafi ekki sýnt leiknum mikinn áhuga.

,,Það hefur enginn blaðamaður hringt í mig. Það var til dæmis allt vitlaust þegar Pólvejarnir spiluðu við okkur. Ítalarnir búast við að rúlla yfir okkur en það er búist við mikið af fólki á leiknum. Stjörnumenn mæta frá Íslandi og verða eins og krækiber í helvíti einhversstaðar uppi í horni á vellinum," sagði Rúnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner