mið 27. ágúst 2014 23:26
Elvar Geir Magnússon
Sigurvíma í Malmö - Zlatan í skýjunum
Malmö hefur náð mögnuðum árangri.
Malmö hefur náð mögnuðum árangri.
Mynd: Getty Images
Sænska liðið Malmö náði þeim magnaða árangri í kvöld að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö vann 3-0 sigur gegn Red Bull Salzburg frá Austurríki og samtals 4-2 sigur í einvíginu.

Zlatan Ibrahimovic, einn þekktasti fótboltamaður heims, er fæddur og uppalinn í Malmö og segir það draum að mæta uppeldisfélagi sínu í keppninni en Zlatan er hjá PSG í dag.

„Þetta er sönnun þess að ekkert er ómögulegt. Það er frábært að fá Malmö á stóra sviðið, þetta er besta lið Svíþjóðar og hugsar lengra en að ná árangri í Svíþjóð. Það yrði draumur ef PSG og Malmö myndu mætast," segir Zlatan.

Åge Hareide, þjálfari Malmö, lék með Manchester Ciy 1981-82 og þessi sextugi þjálfari vill helst lenda í riðli með City.

„Þetta er gríðarlega spennandi og eitthvað sem við eigum að njóta til botns. Ég þrái að lenda í riðli með Manchester City," segir Hareide en dregið verður í riðla á morgun. Gríðarleg fagnaðarlæti standa yfir í Malmö.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner