mið 27. ágúst 2014 23:50
Elvar Geir Magnússon
Danny Rose í enska landsliðið - Rooney kynntur sem fyrirliði
Danny Rose hefur enn ekki leikið A-landsleik.
Danny Rose hefur enn ekki leikið A-landsleik.
Mynd: Getty Images
Danny Rose (24 ára) verður meðal nýliða í enska landsliðshópnum sem Roy Hodgson mun kynna á morgun. England mætir Noregi í vináttulandsleik eftir viku.

Wayne Rooney verður kynntur sem nýr fyrirliði í stað Steven Gerrard sem hefur langt landsliðsskóna á hilluna. Varnarmennirnir John Stones hjá Everton og Calum Chambers hjá Everton verða í hópnum.

Chambers er aðeins 19 ára og hefur sýnt fjölhæfni sína með því að leika bæði sem miðvörður og hægri bakvörður.

Danny Rose hefur spilað vel í fyrstu tveimur leikjum Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en hann leikur sem vinstri bakvörður. Luke Shaw og Kieran Gibbs eru meiddir og því fær Rose tækifæri til að sanna sig.

Ákveðin kynslóðaskipti eru í gangi hjá enska landsliðinu eftir vonbrigðin á HM í Brasilíu. Fabian Delph, miðjumaður Aston Villa, verður einnig valinn í hópinn gegn Noregi en Hodgson hefur ekki úr mörgum að velja í hóp miðjumanna. Sérstaklega í ljósi meiðsla Michael Carrick og Ross Barkley.

England er með Sviss, San Marino, Eistlandi, Slóveníu og Litháen í riðli í undankeppni EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner