Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 28. ágúst 2014 16:30
Magnús Már Einarsson
Ólafur: Vona að fólk átti sig á að það er stórleikur á laugardag
Ólafur Þór Guðbjörnsson.
Ólafur Þór Guðbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, segist búast við hörkuleik gegn Selfyssingum í úrslitum í Borgunarbikar kvenna á laugardag.

,,Bæði liðin eru ofarlega í töflunni. Við lentum í hörkuleik á Selfossi í sumar. Þær eru búnar að standa sig geysilega vel í sumar og við líka. Þetta verður jafn og spennandi leikur," sagði Ólafur Þór við Fótbolta.net í dag.

Smávægileg meiðsli eru í herbúðum Stjörnunnar fyrir leikinn á laugardag.

,,Anna Björk (Kristjánsdóttir) fór út af gegn Val þar sem hún fann til í lærinu. Við eigum eftir að taka stöðuna á henni. Aðar eru að skríða saman."

,,Glódís (Perla Viggósdóttir) er búin að missa mikið úr og Marta (Carissimi) spilaði hálfan leik í síðasta leik. Við tökum stöðuna á morgun en ég vonast til að flestar verði með."


Ólafur Þór vonast til að Garðbæingar mæti á völlinn og styðji Störnuna.

,,Það hefur lítið farið fyrir stemningunni þar sem allir eru á San Siro að horfa á strákana. Það hefur tekið mesta athyglina í Garðabænum undanfarna daga. Ég vona að eftir leikinn í kvöld fari menn að átta sig á því að það er stórleikur á laugardaginn og menn mæti. Það er von á fjölda fólks frá Selfossi og við þurfum að fá jafnan stuðning í stúkunni."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner