Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 29. ágúst 2014 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Stórleikir báða daga
Mattia Destro getur látið ljós sitt skína er hann leiðir sóknarlínu Roma.
Mattia Destro getur látið ljós sitt skína er hann leiðir sóknarlínu Roma.
Mynd: Getty Images
Það er heil umferð á dagskrá í ítölsku efstu deildinni þar sem ríkjandi meistarar Juventus eiga fyrsta leik á útivelli við Chievo.

AS Roma, sem endaði í öðru sæti í fyrra, mætir Fiorentina um kvöldið í stórleik laugardagsins.

Sunnudagurinn hefst á spennandi viðureign, þar sem AC Milan tekur á móti Lazio á sama tíma og Atalanta mætir Emil Hallfreðssyni og félögum í Verona.

Inter, sem lagði Stjörnuna samanlagt 9-0 í umspilsleik Evrópudeildarinnar, á útileik gegn Torino á meðan Udinese tekur á móti nýliðum Empoli.

Laugardagur:
16:00 Chievo - Juventus
18:45 AS Roma - Fiorentina

Sunnudagur:
16:00 AC Milan - Lazio
16:00 Atalanta - Verona
18:45 Cesena - Parma
18:45 Genoa - Napoli
18:45 Palermo - Sampdoria
18:45 Sassuolo - Cagliari
18:45 Torino - Inter
18:45 Udinese - Empoli
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner