Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 29. ágúst 2014 09:50
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Welbeck til Tottenham?
Powerade
Danny Welbeck.
Danny Welbeck.
Mynd: Getty Images
Torres er á förum frá Chelsea.
Torres er á förum frá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn lokar á mánudag. Kíkjum á slúðrið!



Arsenal vonast til að fá gríska varnarmanninn Sokratis Papastathopoulos frá Dortmund en félagið er þó ekki til í að borga 20 milljónir punda fyrir hann. (Daily Mirror)

Aston Villa hefur boðið átta milljónir punda í Tom Cleverley miðjumann Manchester United. (Daily Telegraph)

Valencia hefur einnig lagt fram tilboð í Cleverley. (Sky Sports)

Danny Welbeck er á förum frá Manchester United en hann gæti gengið í raðir Tottenham á láni. (Daily Star)

Chelsea er við það að gefa grænt ljós á að Fernando Torres fari til AC Milan. (Times)

Chelsea gæti keypt Mattia Destro frá Roma í stað Torres. (Daily Telegraph)

Manchester United ætlar að reyna að fá hinn 15 ára gamla Martin Odegaard í sínar raðir en hann varð í vikunni yngsti landsliðsmaður Noregs frá upphafi. (Daily Telegraph)

Valencia og Juventus hafa lagt fram 15 milljóna punda tilboð í Javier Hernandez sóknarmann Manchester United. (Guardian)

Demba Ba var nálægt því að fara til Arsenal í sumar áður en Besiktas keypti hann á átta milljónir punda. (Independent)

Burnley hefur boðið 1,5 milljón punda í Richard Keogh fyrirliða Derby og fyrrum leikmann Víkings. (The Sun)

Arturo Vidal segist ekki vilja fara frá Juventus. (Daily Express)

Alex Song, miðjumaður Barcelona, vonast til að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og ganga í raðir Liverpool. (Daily Mirror)

Cristiano Ronaldo segist búast við að fá óblíðar móttökur þegar Real Madrid heimsækir Liverpool í Meistaradeildinni. (The Sun)

Pep Guardiola, þjálfari FC Bayern, hefur sett harðari agareglur hjá félaginu. Leikmenn eru sektaðir fyrir að vera of þungir, mæta of seint, tala í símann eða virða ekki reglur um klæðnað. (Daily Mail)

Marcos Rojo, nýr leikmaður Manchester United, er staddur í Madrid til að reyna að fá atvinnuleyfi á Englandi. (Independent)

Faðir Angel Di Maria hefur skammað Real Madrid fyrir meðhöndlina á syni sínum. (Daily Star)

Sevilla segir að varnarmaðurinn Federico Fazio tilheyri þeim ennþá þrátt fyrir að Tottenham hafi lýst því yfir að hann sé kominn til félagsins á átta milljónir punda. (Daily Express)
Athugasemdir
banner