Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. ágúst 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Xabi Alonso til Bayern (Staðfest)
Alonso er farinn í Bundesliguna.
Alonso er farinn í Bundesliguna.
Mynd: Getty Images
FC Bayern hefur keypt miðjumanninn Xabi Alonso frá Real Madrid.

Talið er að kaupverðið hljóði upp á fimm milljónir punda.

Hinn 32 ára gamli Alonso mátti fara frá Real Madrid eftir að félagið keypti Toni Kroos fyrr í sumar.

Bayern ákvað að krækja í Alonso eftir að Thiago Alcantara, Bastian Schweinsteiger og Javi Martinez meiddust allir en sá síðastnefndi verður líklega frá keppni fram á vor.

Það hefur verið nóg að gera hjá Bayern í vikunni því varnarmaðurinn öflugi Mehdi Benatia er einnig kominn til félagsins frá Roma.
Athugasemdir
banner
banner
banner