Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. ágúst 2014 16:30
Elvar Geir Magnússon
Xabi Alonso: Erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið
Xabi Alonso mættur til Þýskalands.
Xabi Alonso mættur til Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Xabi Alonso varð formlega leikmaður FC Bayern München í dag. Þessi 32 ára miðjumaður yfirgefur Real Madrid og segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið.

„Ég er mjög þakklátur fyrir fögur orð frá Madríd. Þetta hafa verið fimm frábær ár. Ég er að yfirgefa stað sem ég elskaði, þetta var erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Ég þurfti að hugsa mikið um þetta," segir Alonso.

„Ég vil vera hreinskilinn við sjálfan mig og Real Madrid. Það þarf að þakka mörgum sem hafa hjálpað mér á Spáni og þjálfurunum þremur sem ég hef haft. Ég gat þróast sem leikmaður."

„Takk til starfsfólks félagsins sem lét mig líða eins og ég væri heima hjá mér og takk til stuðningsmanna sem sýndu mér virðingu og gáfu mér þá ást sem leikmenn þurfa. Ég verð alltaf í Madridista fjölskyldunni."
Athugasemdir
banner
banner
banner