fös 29. ágúst 2014 18:30
Magnús Már Einarsson
Gomis kynnti sér Swansea með hjálp Football Manager
Bafétimbi Gomis er mikill Football Manager maður.
Bafétimbi Gomis er mikill Football Manager maður.
Mynd: Getty Images
Bafétimbi Gomis, framherji Swansea, segist hafa notað tölvuleikinn vinsæla Football Manager til að læra meira um félagið áður en hann skrifaði undir í sumar.

Gomis kom til Swansea frá Lyon í sumar og hann segist hafa kynnt sér félagið með því að spila Football Manager.

,,Ég spila Football Manager mikið. Hjá fyrrum félagi mínu vorum við mikið að ferðast í Evrópuleiki. Ég notaði frítímann í fluginu til að spila. Ég hef spilað leikinn síðan ég var ungur og það var góð hjálp að spila hann til að læra meira um Swansea," sagði Gomis.

,,Áður en ég skrifaði undir hér þá eyddi ég mánuði í að spila með Swansea í leiknum til að kynna mér liðsfélaga mínum og vita meira um þá."

,,Auðvitað horfði ég líka á alvöru myndbönd af liðinu en tölvuleikurinn hjálpaði mér að læra meira inn á karakter leikmann, aldur þeirra, stöður og hæfileika."

Athugasemdir
banner
banner
banner