Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 29. ágúst 2014 19:33
Brynjar Ingi Erluson
AC Milan og Chelsea staðfesta samkomulag um Torres
Mynd: Getty Images
AC Milan og Chelsea hafa komist að samkomulagi um Fernando Torres, framherja enska félagsins en hann er á leið til Milan á láni út þetta og næsta tímabil Þetta staðfesta bæði félögin.

Torres, sem 30 ára gamall, gekk til liðs við Chelsea frá Liverpool fyrir 63 milljónir evra fyrir nokkrum árum síðan en tókst engan veginn að plumma sig hjá Lundúnarliðinu.

Þrátt fyrir gríðarlega mörg tækifæri þá náði hann aldrei að rífa sig á sama stig og hann spilaði hjá Liverpool en hann mun leika á Ítalíu næstu tvö árin.

Chelsea og Milan hafa komist að samkomulagi um kappann en það er komið og mun spænski framherinn leika hjá Milan á láni næstu tvö árin.

Hann á einungis eftir að standast læknisskoðun og ræða samningsatriði við Milan en ljóst er að hann er á leið til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner