Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. september 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Scepovic til Celtic á fjögurra ára samning (Staðfest)
Stefan Scepovic í leik með Sampdoria gegn Parma.
Stefan Scepovic í leik með Sampdoria gegn Parma.
Mynd: Getty Images
Celtic er búið að staðfesta kaupin á Stefan Scepovic, serbneskum sóknarmanni sem kemur frá Sporting Gijon og er samningsbundinn skosku meisturunum til 2018.

Scepovic er sjötti maðurinn sem kemur til Celtic í sumar en hann átti ótrúlegt tímabil í næstefstu deild Spánar í fyrra þar sem hann skoraði 57 mörk í 39 leikjum.

Kaupverðið er óuppgefið en það er talið nema um 2.5 milljónum punda.

Scepovic hefur leikið fyrir lið á borð við Sampdoria, Club Brugge og Partizan Belgrade á ferlinum, án þess þó að skora stakt mark.

Scepovic á 8 landsleiki að baki fyrir Serbíu þar sem hann hefur skorað eitt mark, en á sjö mörk í 12 leikjum fyrir U21 árs landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner