Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. september 2014 15:30
Elvar Geir Magnússon
Schweinsteiger nýr fyrirliði Þjóðverja
Kapteinn Schweinsteiger.
Kapteinn Schweinsteiger.
Mynd: Getty Images
Bastian Schweinsteiger er nýr fyrirliði heimsmeistara Þýskalands en hann hefur tekið við bandinu af Philipp Lahm sem hefur lagt landsliðsskóna á hilluna.

Schweinsteiger er stútfullur af reynslu en hann hefur leikið 108 landsleiki.

Þessi þrítugi miðjumaður lék sinn fyrsta landsleik gegn Ungverjalandi 2004 og á nú að leiða Þýskaland í lokakeppni EM. Fyrsti leikur liðsins í undankeppninni verður gegn Skotlandi á sunnudag,

„Bastian er algjör leiðtogi, hann hefur alltaf axlað ábyrgð með landsliðinu innan og utan vallar. Ég treysti honum fullkomlega og allt liðið stendur bak við hann," segir landsliðsþjálfarinn Joachim Low.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner