Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. september 2014 18:29
Elvar Geir Magnússon
David Beckham: Arsenal hefur krækt í hæfileikaríkan mann
Danny Welbeck.
Danny Welbeck.
Mynd: Getty Images
Goðsögnin David Beckham segir að sér finnist leiðinlegt að sjá Danny Welbeck yfirgefa Manchester United en telur að leikmaðurinn muni láta ljós sitt skína hjá Arsenal. Welbeck kom í gegnum unglingastarf United en var seldur til Arsenal í gær.

„Arsenal hefur krækt í ungan og hæfileikaríkan enskan leikmann. Það er leiðinlegt að sjá hann yfirgefa Manchester United enda hefur hann verið þarna síðan hann var átta ára og hjarta hans var í Manchester," segir Beckham

Welbeck er núna í verkefni með enska landsliðinu sem mætir Noregi í vináttuleik á morgun en liðið býr sig undir að leika gegn Sviss í undankeppni EM.

„Þetta eru jákvæð tíðindi fyrir Danny Welbeck sem var ekki að fá þær mínútur sem hann vildi. Vonandi fær hann fleiri byrjunarliðsleiki og spiltíma hjá Arsenal," segir Roy Hodgson landsliðsþjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner