Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 02. september 2014 21:00
Alexander Freyr Tamimi
Emil Hall: Eitt eftirminnilegasta kvöld sem ég hef upplifað
Emil og páfinn í góðum gír.
Emil og páfinn í góðum gír.
Mynd: Twitter
Emil Hallfreðsson var nýlentur á Íslandi þegar Fótbolti.net heilsaði upp á hann á landsliðsæfingu á Kópavogsvelli, en strákarnir okkar mæta Tyrklandi í fyrsta leik undankeppni EM 2016 eftir viku.

Emil er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrkjum, en Fótbolti.net spurði hann einnig út í magnaðan góðgerðarleik sem hann spilaði í gærkvöldi í Róm.

Þá lék Emil í leik sem skipulagður var af sjálfum Frans Páfa, en meðal stórstjarna sem einnig spiluðu leikinn voru Diego Maradona, Roberto Baggio, Paolo Maldini, Ronaldinho og fleiri.

,,Þeir vildu fá leikmenn frá öllum heimshornum og með mismunandi trúarbrögð hvaðanæva úr heiminum. Ég var beðinn um að mæta og fyrir mér var það bara mikill heiður, svo ég ákvað að skella mér,

,,Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Þetta var örugglega eitt eftirminnilegasta kvöld sem ég hef upplifað. Ég held ég hafi bara verið maður leiksins,"
sagði hann kíminn.

,,Þetta var svolítið skrítið, mjög súrrealískt, en eins og ég segi, þá er þetta kvöld sem maður á alltaf eftir að muna eftir."

Emil fékk einnig að hitta páfann í eigin persónu og smellti mynd af þeim félögum á Instagram:

,Ég náði nú ekki neinu sérstöku spjalli. Ég náði að kynna mig og taka í spaðann á honum og fá eina mynd með honum, sem ég held að sé nú meira en margir geta gert," sagði Emil að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner