Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   þri 02. september 2014 21:02
Elvar Geir Magnússon
Steini Gunn: Bæjarfélagið að upplifa ævintýri
Tók mikla áhættu sem borgaði sig
Mynd: Þróttur Vogum
Þróttur Vogum komst í kvöld í undanúrslit 4. deildarinnar með því að vinna KFG samanlagt 3-2 eftir framlengingu. Þróttarar unnu fyrri leikinn 2-0 en KFG skoraði á fyrstu mínútu leiksins í kvöld og komst í 2-0 fyrir hálfleik.

Ekkert var skorað fyrr en í framlengingu þar sem Kristján Steinn Magnússon kom inn sem varamaður og skoraði sigurmarkið fyrir Þróttara og var svo tekinn aftur af velli stuttu síðar.

„Við tókum fyrri leikinn sannfærandi en vorum arfaslakir í fyrri hálfleik í kvöld. Ég gerði taktískar breytingar í hálfleik og þær virkuðu. Mér sýndist vera meira á tanknum okkar í lokin. Við erum með mjög viljuga stráka í liðinu og við fórum yfir þetta í hálfleik," sagði Þorsteinn Gunnarsson, þjálfari Þróttar, eftir leikinn.

„Við sýndum mikinn karakter í framlengingunni. Ég setti Kristján inn í framlengingunni og tók mikla áhættu með hann því hann var búinn að vera tognaður aftan í læri. Ég sagði að ég myndi setja hann inn í fimm mínútur og taka hann svo út af þegar hann væri búinn að skora. Hann stóð við það og skoraði sigurmarkið."

Þróttur mun mæta Álftanesi í undanúrslitum og verður fyrri leikurinn á laugardag. Liðið sem vinnur það einvígi kemst upp í 3. deildina.

„Þróttur Vogum hefur tekið skref upp á við en liðið hefur aldrei komist í úrslit áður. Bæjarfélagið er að upplifa ævintýri. Álftanes er virkilega gott lið. Við verðum fyrir skakkaföllum fyrir undanúrslitin þar sem ég er að missa lykilmen," sagði Þorsteinn en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvrpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner