Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. september 2014 23:00
Alexander Freyr Tamimi
Ítalskur landsliðsmaður óttast að ferlinum sé lokið
Federico Balzaretti gæti þurft að leggja skóna á hilluna.
Federico Balzaretti gæti þurft að leggja skóna á hilluna.
Mynd: Getty Images
Federico Balzaretti, vinstri bakvörður Roma, segist ekki viss um að hann geti nokkurn tíma spilað fótbolta aftur.

Balzaretti á við meiðsli að stríða á mjöðm og byrjuðu þau að segja til sín fyrir tíu mánuðum. Náði hann einungis að spila 11 deildarleiki á síðustu leiktíð vegna þeirra.

Hann hefur farið í ýmsar meðferðir og tvær aðgerðir til að reyna að laga vandamálið, en nú gæti þessi 32 ára gamli ítalski landsliðsmaður þurft að leggja skóna á hilluna.

,,Það eina sem ég á eftir er von," sagði Balzaretti klökkur á blaðamannafundi.

,,Ég veit ekki hvort eða hvenær ég sný aftur, en ég mun reyna allt. Ég get ekki einu sinni hlaupið eða æft, þá bólgna ég allur upp."

,,Ég kom bara á þennan fund til að segja ykkur það sama og félaginu og liðsfélögum mínum, að ég veit ekki hvort eða hvenær ég spili fótbolta á ný. Ég þarf að fara í sjúkraþjálfun og ég þarf fleiri mánuði til að jafna mig."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner