Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 08. ágúst 2004 15:08
Elvar Geir Magnússon
U17 landsliðið fékk silfrið á Norðurlandamótinu
Mynd: Merki
U17 landslið karla beið lægri hlut 3-0 gegn Dönum í úrslitaleik Norðurlandamótsins og hlaut því silfurverðlaunin. Danir gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörkum en ekkert var skorað í þeim síðari. Íslenska liðið þótti óheppið í leiknum og átti ekki síðri færi en það danska. Eitt marka Dana var sjálfsmark og hin tvö mörkin komu eftir klaufaskap í íslensku vörninni. Okkar drengir léku í heildina vel á mótinu og verður það að teljast frábær árangur að komast í úrslitaleik Norðurlandamóts.

Byrjunarlið Íslands
Þórður Ingason (M) (Fjölnir)
Þorvaldur Sveinn Sveinsson (Víkingur)
Jón Davíð Davíðsson (Þróttur)
Eggert Gunnþór Jónsson (Þróttur Nes)
Björn Orri Hermannsson (Fylkir)
Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Bjarni Þór Viðarsson (F) (Everton)
Birkir Bjarnason
Rúrik Gíslason (Anderlecht)
Arnór Smárason (Heerenven)
Brynjar Orri Bjarnason (KR)

Athugasemdir
banner
banner