Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. september 2014 20:27
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Aron Elís búinn í skoðun - Er óbrotinn
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, er óbrotinn en mbl.is greinir frá þressu. Óttast var að hann hefði meiðst illa gegn Val í kvöld.

,,Aron er óbrot­inn og hás­in­in slapp en fót­ur­inn á hon­um er mjög bólg­inn," sagði Heim­ir Gunn­laugs­son, formaður meist­ara­flokks­ráðs Vík­ings, í viðtali við mbl.is í kvöld

Aron fór af velli í fyrri hálfleik í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli en brotið hafði verið á honum ítrekað.

Heim­ir tel­ur víst að Aron verði fjarri góðu gamni Þegar Vík­ing­ar mæta Stjörnu­mönn­um í Pepsi-deild­inni á fimmtu­dag­inn.

Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, sagði í viðtali við fjölmiðla eftir leik að litið hefði út eins og uppleg Valsmanna hafi verið að sparka Aron úr leiknum.

Magnús Gylfason, þjálfari Vals, neitar því algjörlega að þetta hafi verið uppleggið en hægt er að sjá viðtal við hann með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner