Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 15. september 2014 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Eigum nóg af varnarmönnum - Bellerin gæti byrjað
Wenger hefur trú á hinum unga Bellerin.
Wenger hefur trú á hinum unga Bellerin.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger segir meiðsli varnarmanna Arsenal ekki vera vandamál enda eigi félagið nóg af varnarmönnum fyrir stórleik gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu þriðjudagskvöldið.

Mathieu Debuchy, hægri bakvörður, er meiddur rétt eins og vinstri bakvörðurinn Nacho Monreal.

Kieran Gibbs er nýkominn úr meiðslum og byrjar vinstra megin í stað Monreal en Calum Chambers er tæpur og gæti það þýtt að Hector Bellerin byrji í stöðu hægri bakvarðar á hinum erfiða Westfalenstadion.

Bellerin er 19 ára Spánverji sem hefur spilað einn leik fyrir Arsenal, sem varamaður gegn West Brom í deildabikarnum, og lék 8 leiki fyrir Watford í Championship-deildinni á síðasta tímabili.

Mathieu Flamini gæti þó einnig byrjað í stöðu hægri bakvarðar en það er ólíklegt ef marka má ummæli Wenger hér fyrir neðan.

,,Mér líður ekki eins og okkur vanti mannskap. Meiðsli Debuchy setja okkur í stöðu þar sem við viljum ekki nýjan leikmann," sagði Wenger.

,,Við erum með Chambers sem getur spilað í mörgum stöðum, Monreal sem getur líka spilað í miðverði og Hector Bellerin sem mér finnst tilbúinn í slaginn.

,,Bellerin er strákur með sterkan persónuleika. Honum líður ekki illa undir pressu og er öflugur leikmaður. Hann er snöggur og á góðar sendingar. Hann er hættulegur þrátt fyrir reynsluleysi."

Athugasemdir
banner
banner
banner