Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. september 2014 23:17
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Goal 
Debuchy líklega frá í þrjá mánuði
Debuchy gæti verið frá í þrjá mánuði
Debuchy gæti verið frá í þrjá mánuði
Mynd: Getty Images
Franski hægri bakvörðurinn Mathieu Debuchy verður frá í þrjá mánuði samkvæmt heimildum Goal.com.

Debuchy var skipt af velli í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City um helgina eftir að hann meiddist á ökkla.

Talið var að um mögulegt fótbrot væri að ræða en nú er ljóst að hann tognaði alvarlega í liðbandi í ökkla.

Greint er frá því að Debuchy er með þriðja stigs tognun sem þýðir að leikmaðurinn verður frá í um 8 til 12 vikur. Óljóst er hvort hann sé með brotið bein.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner