Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 16. september 2014 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky 
Klopp: Síðast voru Ramsey og Wilshere meiddir
Klopp og lærisveinar hans í Dortmund mæta gífurlega erfiðu liði Arsenal í kvöld.
Klopp og lærisveinar hans í Dortmund mæta gífurlega erfiðu liði Arsenal í kvöld.
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, telur Arsenal búa yfir betra liði en þegar liðin mættust í Dortmund í fyrra.

Liðin mætast í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í Þýskalandi í kvöld.

,,Arsenal er með nýja leikmenn í liðinu og síðast mættum við þeim þegar þeir voru að glíma við meiðsli á mikilvægum mönnum á borð við Jack Wilshere og Aaron Ramsey," sagði Klopp.

,,Núna eru þeir með nýja leikmenn eins og Alexis Sanchez. Olivier Giroud er meiddur en þegar þú lítur á liðið eru þeir með aðra valkosti.

,,Arsenal er mjög erfiður andstæðingur og félagið gerði góða hluti í félagsskiptaglugganum í sumar. Núna er liðið orðið það gæðamikið að það getur spilað þann fótbolta sem Arsene Wenger vill."


Arsenal tapaði fyrir Dortmund á Englandi á síðustu leiktíð en vann þegar liðin mættust í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner