Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. september 2014 21:11
Alexander Freyr Tamimi
Brendan Rodgers: Frábært kvöld fyrir alla hjá félaginu
Rodgers gat glaðst í kvöld.
Rodgers gat glaðst í kvöld.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var í skýjunum eftir 2-1 sigur sinna manna gegn búlgarska liðinu Ludogorets í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Leikurinn var sá fyrsti sem Liverpool spilar í Meistaradeildinni í heil fimm ár og sagði Rodgers að kvöldið hefði verið frábært þrátt fyrir afar tæpan sigur.

Liverpool komst yfir á 81. mínútu með marki frá Mario Balotelli, en gestirnir jöfnuðu metin í uppbótartíma.

Andartökum síðar fékk Liverpool þó vítaspyrnu og vann 2-1 sigur þökk sé marki frá Steven Gerrard.

,,Þetta var frábært kvöld fyrir alla hjá félaginu eftir fimm ára bið," sagði Rodgers eftir leik.

,,Að ná úrslitunum var frábært, strákarnir sýndu karakter að halda áfram. Þetta var klárt víti, það sást á viðbrögðum hinna."

,,Þetta var frábærlega klárað hjá Mario Balotelli. Við sögðum honum að vera duglegri að fara inn í teiginn og þetta var heimsklassa klárun."

,,Það sást að við vorum örlítið stressaðir og við erum ekki alveg komnir á það stig sem við vorum á í fyrra. Það kemur með tímanum."

,,Á fyrsta hálfa árinu mínu hjá félaginu hefðum við tapað svona leik. En það er enginn betri undir pressu en Steven Gerrard."



Athugasemdir
banner
banner
banner