Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. september 2014 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Martino segir dyrnar opnar fyrir Tevez hjá Argentínu
Carlos Tevez.
Carlos Tevez.
Mynd: Getty Images
Gerardo Martino, landsliðsþjálfari Argentínu, segir endurkomu Carlos Tevez í landsliðið raunverulegan möguleika.

Tevez var óvænt ekki í landsliðshópi Argentínu á HM í sumar undir stjórn Alejandro Sabella. Fékk hann ekki einu sinni tækifæri til að sanna sig í æfingaleikjum.

Martino er þó öllu opnari fyrir því að Tevez spili með landsliðinu og segist hann þegar hafa sæti fyrir Tevez í liðinu.

,,Ég hef þegar sagt að dyrnar eru opnar fyrir alla," sagði Martino, sem tók við landsliðinu í sumar.

,,Ég sé Tevez sem níu, svo hann gæti komið fyrir Gonzalo Higuain eða Sergio Aguero."

Athugasemdir
banner
banner
banner