Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 18. september 2014 07:00
Daníel Freyr Jónsson
Robinho aftur í brasilíska landsliðið
Robinho klæðist gulu treyjunni á ný.
Robinho klæðist gulu treyjunni á ný.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Robinho mun snúa aftur í brasilíska landsliðið þegar liðið spilar tvo æfingaleiki í næsta mánuði.

Framundan eru leikir gegn Argentínu og Japan, en Robinho var ekki í leikmannahópi Brasilíu á HM í sumar.

Robinho var einnig skilinn eftir í leikjum gegn Kólumbíu og Ekvador í þessum mánuði. Hann kemur hinsvegar inn fyrir Hulk, leikmann Zenit, sem er meiddur.

Brasilía spilar gegn Argentínu í Peking þann 11. október og mætir síðan Japan í Singapor þremur dögum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner