Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 17. september 2014 23:48
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Skiptar skoðanir hjá Þór hvort Palli Gísla eigi að vera áfram
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs.
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, segir í Fréttablaðinu í dag að skiptar skoðanir séu innan stjórnar félagsins á því hvort Páll Viðar Gíslason eigi að halda áfram sem þjálfari liðsins.

Þrátt fyrir að rúmlega þrjár umferðir séu eftir af Pepsi-deildinni er þegar orðið ljóst að Akureyrarliðið er fallið og segir Aðalsteinn tekjutapið vegna þess að minnsta kosti 15 milljónir króna.

„Þetta kallar á fjárhagslega endurskoðun sem og á öllum hópnum. Þjálfurum og öðru slíku. Við þurfum að fara í naflaskoðun og líta í eigin barm og sjá hvað við eigum að gera í stöðunni enda er þetta ekki sú staða sem félagið ætlaði sér að vera í," segir Aðalsteinn við Fréttablaðið.

Fótbolti.net spáði Þór níunda sæti deildarinnar fyrir mót en eftir fall liðsins eru kostir og gallar þess að sameina liðið við KA enn og aftur til umræðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner