banner
   lau 20. september 2014 17:30
Grímur Már Þórólfsson
Silva: Bilið of stórt ef við töpum gegn Chelsea
David Silva
David Silva
Mynd: Getty Images
David Silva telur að Manchester City verði að vinna Chelsea til að eiga von á englandsmeistaratitlinum.

Liðin mætast á morgun í ensku úrvalsdeildinni og ef Chelsea vinnur leikinn verða þeir með átta stiga forskot á englandsmeistarana.

„Það er mikið eftir en við verðum að vinna á sunnudag. Ef við töpum er bilið á milli liðanna orðið of stórt.“

Hjá Chelsea hittir Silva fyrir liðsfélaga sína hjá spænska landsliðinu, þá Cesc Fabregas, Diego Costa og Cesar Azpilicueta. Silva hlakkar til að mæta þeim á vellinum.

„Ég hef þekkt Fabregas síðan ég var 16 ára gamall. Mér hlakkar mikið til að mæta þeim á vellinum.“

„Diego hefur byrjað frábærlega hjá Chelsea og skorað 7 mörk til þessa. Við erum þó með góða vörn og ég held að við getum stoppað hann. Það er ekki auðvelt að aðlagast ensku úrvalsdeildinni en hann virðist hafa verið fljótur að því. Fabregas auðvitað þekkti deildina en sumir aðlagast fljótt en það er aldrei auðvelt.“

Manchester City og Chelsea mætast í sannkölluðum risaslag á morgun en leikurinn byrjar kl 13.30.
Athugasemdir
banner
banner
banner