banner
   lau 20. september 2014 23:30
Grímur Már Þórólfsson
Pardew: Cisse átti ekki að spila í dag
Cisse fagnar marki sínu í dag
Cisse fagnar marki sínu í dag
Mynd: Getty Images
Alan Pardew hefur viðurkennt að björgunarvættur Newcastle í dag, Papiss Cisse átti ekki að fá að spila í dag.

Cisse kom inná sem varamaður þegar Newcastle var 2-0 undir gegn Hull en honum tókst að jafna metin með tveimur mörkum og tryggja Newcastle því eitt stig.

Pardew segir þó að læknateymi liðsins vildi ekki að hann myndi spila.

„Hann hefði ekki átt að spila í dag. Læknateymið mitt var ekki sammála mér að hann gæti spilað í dag. Hann hafði æft í einungis fimm daga.“

„En þegar þú ert með reynslu eins og ég og John Carver (aðstoðarþjálfari liðsins) þá vissum við að hann væri ferskur, við sáum það á æfingu á fimmtudaginn. Hann er þó auðvitað ekki tilbúinn til að spila í 90 mínútur,“ sagði Pardew.

Cisse fagnaði mörkum sínum í dag með að sýna bol sem stóð á: „horfðu alltaf fram Jonas“ til stuðnings Jonas Gutierres leimanns Newcastle sem glímir við eistnakrabbamein.

Pardew hefur einnig viðurkennt að veikindi leikmannsins hafi hjálpað að færa hópinn aftur saman.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner