sun 21. september 2014 17:21
Hafliði Breiðfjörð
Silfurskeiðin styður Fram i Kaplakrika
Silfurskeiðin í Kaplakrikanum í dag.
Silfurskeiðin í Kaplakrikanum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framlagið heyrist hátt í Kaplakrika þessa stundina þar sem FH er að vinna 3-1 sigur á Fram í Pepsi-deildinni.

Framarar hafa ekki verið háværustu stuðningsmenn landsins svo Fótbolti.net gekk um stúkuna og kannaði málið og þá kom nokkuð athyglisvert í ljós.

Þarna var hópur stuðningsmanna Stjörnunnar, Silfurskeiðin, í Stjörnubúningum að hvetja Framara áfram með ráðum og dáð.

Stjarnan á í mikilli baráttu við FH um Íslandsmeistaratitilinn en leik þeirra gegn Fjölni sem átti að fara fram klukkan 16:00 í dag var frestað vegna veðurs. Því brunuðu Silfurskeiðamenn suður í Hafnarfjörð úr Grafarvoginum og láta vel í sér heyra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner