Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 21. september 2014 17:46
Alexander Freyr Tamimi
Pellegrini: Svipað og þegar við mættum Stoke
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, var ekkert allt of hrifinn af spilamennsku Chelsea í 1-1 jafntefli liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Chelsea komst í 1-0 með marki frá Andre Schurrle en Frank Lampard tryggði Manchester City stig með marki gegn sínum gömlu félögum.

,,Þetta eru ekki úrslitin sem ég vildi, né það sem við áttum skilið. Þessi leikur var mjög svipaður leiknum okkar gegn Stoke," sagði Pellegrini.

,,Þeirra lið varðist á eigin vallarhelmingi með tíu manns. Þeir skoruðu úr skyndisókn og héldu áfram að verjast út leikinn. Þessi úrslit endurspegla ekki hvað bæði lið voru að gera í 90 mínútur."

,,Ég er ánægður vegna þess að liðið okkar spilaði vel, við reyndum að skora með 11 leikmenn og við reyndum líka að spila vel með 10 menn. Ég var mjög ánægður með hugarfarið."

,,Það er svo mikilvægt að spila eins og stórlið, ekki eins og lítið lið. Við myndum ekki vilja spila svona. Ef við höldum áfram með sama metnað verður erfitt að vinna okkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner