Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. september 2014 17:58
Alexander Freyr Tamimi
Pepsi-deildin: FH vann - Árni Vill með þrennu í Blikasigri
Árni Vill splæsti í þrennu í dag.
Árni Vill splæsti í þrennu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikir fóru fram í Pepsi-deildinni klukkan 16:00 í dag og er þeim nú lokið.

FH heldur áfram á góðu skriði í titilbaráttunni, en liðið vann 4-2 sigur gegn Fram í Kaplakrika. Markaskorunin var býsna dreifð, en þeir Atli Guðnason, Emil Pálsson, Sam Hewson og Atli Viðar Björnsson skoruðu mörk FH, en Orri Gunnarsson og Aron Bjarnason skoruðu fyrir Fram.

Árni Vilhjálmsson skoraði þrennu í 4-1 stórsigri Breiðabliks gegn Víkingi, en á sama tíma vann Valur 2-0 sigur gegn Þór og er því baráttan um Evrópusæti milli Víkings og Vals hörkuspennandi.

KR og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli í hörkuleik í Vesturbæ þar sem þeir Gary Martin og Jonathan Glenn skoruðu báðir tvö mörk.

Þá er Fylkir búið að bjarga sér frá falli eftir 1-0 sigur gegn Keflavík á útivelli. Andrew Sousa skoraði sigurmarkið.

Breiðablik 4 - 1 Víkingur R.
1-0 Árni Vilhjálmsson ('9)
2-0 Árni Vilhjálmsson ('18)
2-1 Ívar Örn Jónsson ('78, víti)
3-1 Árni Vilhjálmsson ('82)
4-1 Ellert Hreinsson ('90)
Rautt spjald: Henry Monaghan , Víkingur R. ('44)

FH 4 - 2 Fram
1-0 Atli Guðnason ('3)
2-0 Emil Pálsson ('14)
2-1 Orri Gunnarsson ('57)
3-1 Sam Hewson ('60)
3-2 Aron Bjarnason ('73)
4-2 Atli Viðar Björnsson ('86)

Valur 2 - 0 Þór
1-0 Magnús Már Lúðvíksson ('73)
2-0 Patrick Pedersen ('81)

KR 3 - 3 ÍBV
0-1 Jonathan Ricardo Glenn ('8)
1-1 Gary John Martin ('44)
1-2 Jonathan Ricardo Glenn ('55)
1-3 Gunnar Þorsteinsson ('68)
2-3 Gary John Martin ('78)
3-3 Emil Atlason ('87)

Keflavík 0 - 1 Fylkir
0-1 Andrew Sousa ('39)
Athugasemdir
banner
banner
banner