Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. september 2014 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Einar: Viljum nýjan stjóra sem fyrst
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson miðjumaður Cardiff City segir félagið vilja nýjan stjóra sem fyrst eftir brottför Ole Gunnar Solskjær.

Danny Gabbidon og Scott Young stýra liðinu þangað til nýr stjóri finnst og telur Aron mjög mikilvægt að það gerist sem fyrst.

,,Við viljum nýjan stjóra inn sem fyrst. Við leikmennirnir ráðum engu um hver tekur við eða hvenær," sagði Aron.

,,Við komum ekki nálægt því hvernig félaginu er stýrt þannig að það eina sem við getum gert er að einbeita okkur að því að spila fótbolta."

Russell Slade, stjóri Leyton Orient, er talinn líklegur til að taka við en Leyton vill halda honum sama hvað.
Athugasemdir
banner
banner