þri 23. september 2014 13:56
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristinsson orðaður við Lilleström
Rúnar hefur áður verið orðaður við Lilleström.
Rúnar hefur áður verið orðaður við Lilleström.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Norska dagblaðið Verdens Gang segir að Rúnar Kristinsson komi til greina sem næsti þjálfari Lilleström.

Sænski þjálfarinn Magnus Hauglund mun svara því í næsta mánuði hvort hann muni halda áfram með Lilleström en samkvæmt frétt VG er það alls óvíst.

Samkvæmt fréttinni gæti Magnus verið á leið aftur til Svíþjóðar og þá er þjálfarastaðan laus.

Lilleström vildi fá Rúnar sem þjálfara áður en Magnus ákvað að framlengja samning sinn við félagið síðastliðið haust að því er fram kemur í frétt VG í dag. Kent Bergersen aðstoðarþjálfari Álasund og Morten Tandberg þjálfari Bærum hafa einnig verið orðaðir við Lilleström.

Rúnar spilaði með Lilleström frá 1997-2000 og er í miklum metum hjá félaginu en hann sagði sjálfur við Fótbolta.net í dag að ekkert nýtt sé að frétta af hans málum.
Athugasemdir
banner
banner
banner