Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. september 2014 20:12
Alexander Freyr Tamimi
Sam Tillen gerir nýjan samning við FH
Sam Tillen verður áfram í Krikanum næstu árin.
Sam Tillen verður áfram í Krikanum næstu árin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sam Tillen skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við FH, en hann gekk til liðs við félagið frá Fram veturinn 2012.

Tillen hefur ekkert spilað á þessu tímabili vegna meiðsla sem hann varð fyrir á undirbúningstímabilinu, en hann brotnaði á sköflungi í stórsigri FH gegn HK í Lengjubikarnum í mars á þessu ári.

Tillen gegndi þó mikilvægu hlutverki í liði FH-inga á síðustu leiktíð og hefur nú skuldbundið sig félaginu til næstu þriggja ára.

FH er í 1. sæti Pepsi-deildarinnar með 48 stig þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner