Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 23. september 2014 20:49
Alexander Freyr Tamimi
Ítalía: Torres skoraði í jafntefli AC Milan og Empoli
Úr leik Empoli og AC Milan í kvöld.
Úr leik Empoli og AC Milan í kvöld.
Mynd: Getty Images
Empoli 2 - 2 Milan
1-0 Lorenzo Tonelli ('13 )
2-0 Manuel Pucciarelli ('21 )
2-1 Fernando Torres ('43 )
2-2 Keisuke Honda ('57 )
Rautt spjald:Mirko Valdifiori, Empoli ('86)

Einn leikur fór fram í ítölsku Seríu A í kvöld, en Empoli og AC Milan gerðu 2-2 jafntefli.

Leikurinn byrjaði heldur betur vel fyrir heimamenn í Empoli, en þeir Lorenzo Tonelli og Manuel Pucciarelli komu liðinu í 2-0 á einungis 21 mínútu.

Fernando Torres, lánsmaður AC Milan frá Chelsea, náði hins vegar að minnka muninn á markamínútunni og var staðan 2-1 í hálfleik.

Keisuke Honda jafnaði svo metin fyrir AC Milan á 57. mínútu og þar við sat, en Empoli endaði leikinn með tíu menn eftir að Mirko Valdifiori fékk að líta rauða spjaldið undir restina.

AC Milan er því í 3. sætinu með sjö stig eftir fjóra leiki, en Empoli er einungis með tvö stig og fór upp úr fallsæti á markatölu.

Fjórða umferðin fer svo nánast öll fram á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner