Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. september 2014 23:00
Alexander Freyr Tamimi
Vítaspyrnukeppnin í Liverpool - Middlesbrough var met
Leikmenn Liverpool fagna eftir að hafa unnið lengstu vítaspyrnukeppnina í sögu enska bikarsins.
Leikmenn Liverpool fagna eftir að hafa unnið lengstu vítaspyrnukeppnina í sögu enska bikarsins.
Mynd: Getty Images
Hin ótrúlega vítaspyrnukeppni sem átti sér stað í viðureign Liverpool og Middlesbrough var met í enska deildabikarnum.

Lokatölur eftir framlengingu voru 2-2 á Anfield í kvöld og var því gripið til vítaspyrnukeppni, sem endaði með ótrúlegum 14-13 sigri Liverpool þar sem 30 spyrnur voru teknar.

BBC greinir frá því að þetta sé langlengsta vítaspyrnukeppni sem hefur átt sér stað í sögu deildabikarsins. Á undan þessari keppni var metið 9-8 og hafði þremur vítaspyrnukeppnum lokið þannig.

Um er að ræða viðureign Arsenal og Rotherham 2004 og tvær keppnir árið 1982, þar sem Manchester City vann Stoke og Aston Villa vann Colchester.

Lengsta vítaspyrnukeppnin í sögu enska FA bikarsins er þegar Macclesfield vann Forest Green 11-10 í nóvember 2011.
Athugasemdir
banner
banner