Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 30. september 2014 10:32
Elvar Geir Magnússon
Bakmeiðsli Ander Herrera valda Man Utd áhyggjum
Beðið er fregna af meiðslum Ander Herrera.
Beðið er fregna af meiðslum Ander Herrera.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal hefur áhyggjur af bakmeiðslum spænska miðjumannsins Ander Herrera. Leikmaðurinn er í skoðunum en óttast er að meiðslin gætu verið alvarlegri en talið var í fyrstu.

Herrera fór af velli á 74. mínútu í 2-1 sigrinum gegn West Ham á laugardag.

Meiðslavandræði herja á leikmannahóp United.

Wayne Rooney er á leið í þriggja leikja bann og ljóst að Van Gaal vill alls ekki missa enn einn leikmanninn á meiðslalistann en framundan er útileikur gegn Everton á sunnudag. Þar stefnir sá hollenski að vinna í fyrsta sinn tvo leiki í röð sem stjóri United.
Athugasemdir
banner
banner