banner
   þri 30. september 2014 11:00
Elvar Geir Magnússon
Sakho og Sturridge ekki með til Basel - Sakho í agabanni
Mamadou Sakho braut agareglur.
Mamadou Sakho braut agareglur.
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge verður ekki klár í slaginn fyrir leik Liverpool gegn Basel í Meistaradeildinni annað kvöld. Leikmannahópur Liverpool flaug til Sviss í morgun og var Sturridge ekki með í för en hann mun missa af sínum sjötta leik eftir meiðslin sem hann hlaut í landsliðsverkefni.

Líklegt er að Mario Balotelli haldi áfram að leiða sóknarlínu Liverpool gegn svissnesku meisturunum. Það eru enn bundnar vonir við að Sturridge verði með á laugardaginn gegn West Bromwich Albion.

Enska landsliðið verður tilkynnt á fimmtudag og verður spennandi að sjá hvort Sturridge verði valinn en Brendan Rodgers, stjóra Liverpool, er væntanlega illa við að láta leikmanninn af hendi ef hann er ekki orðinn 100% heill.

Varnarmaðurinn Mamadou Sakho er heldur ekki í leikmannahópi Liverpool en franski landsliðsmaðurinn er í skammarkróknum eftir að hafa yfirgefið Anfield í leyfisleysi fyrir leikinn gegn Everton um síðustu helgi. Sakho hafði þá verið tilkynnt að hann væri skilinn eftir utan hópsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner