Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 30. september 2014 11:02
Elvar Geir Magnússon
BBC: Pardew mun fá meiri tíma
Frá leik Stoke og Newcastle í gær.
Frá leik Stoke og Newcastle í gær.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, er öruggur í starfi enn sem komið er samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Newcastle hefur enn ekki unnið leik og situr í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Liðið tapaði fyrir Stoke í gær og kölluðu margir áhorfendur eftir því að Pardew yrði látinn fara.

Sjálfur sagði Pardew eftir leikinn að líklega yrði haldinn fundur með eigenda félagsins, Mike Ashley, um þá alvarlegu stöðu sem félagið er í.

BBC segir að Pardew verði þó við stjórnvölinn á laugardag þegar Newcastle mætir Swansea.

Newcastle hefur aðeins unnið fimm af 25 leikjum sínum á árinu.
Athugasemdir
banner
banner