Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 30. september 2014 13:30
Magnús Már Einarsson
Gervinho: Arsenal hafði ekki trú á mér
Gervinho líður vel á Ítalíu.
Gervinho líður vel á Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Gervinho hefur slegið í gegn hjá Roma síðan hann kom til félagsins frá Arsenal í fyrrasumar.

Þessi 27 ára gamli leikmaður segist hins vegar ekki hafa fengið traust hjá Arsene Wenger stjóra Arsenal.

,,Mér líður eins og nýr leikmaður á Ítalíu. Það er mjög erfitt að hafa trú á sjálfum þér þegar þjálfarinn hefur ekki trú á þér. Það er klárt að Arsenal hafði ekki trú á mér," sagði Gervinho sem verður í eldlínunni með Roma gegn Manchester City í kvöld.

,,Hjá Roma sýndu þjálfararnir og starfsfólkið mér traust frá fyrsta degi og þess vegna hef ég náð að sýna hvað í mér býr."

,,Ég tel ekki að ég þurfi að sanna neitt á Englandi. Kannski hefði Arsenal átt að sýna mér meira traust en það er ekki mitt vandamál. Öll mín einbeting núna fer í að standa sig vel á þessu tímabili með Roma."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner