Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 30. september 2014 13:00
Elvar Geir Magnússon
Mótsmiðahöfum boðið á Ísland - Danmörk
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur ákveðið að bjóða þeim sem keyptu mótsmiða á landsleiki Íslands að fá frímiða á landsleik U21 liðs karla gegn Danmörku. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Af ksi.is:
Um leið og KSÍ þakkar góðar viðtökur á sölu mótsmiða viljum við bjóða hverjum og einum þeim sem keyptu slíka miða á landsleik U21 liðs karla sem fram fer á Laugardalsvelli 14. október n.k. en þá mætir liðið Danmörku í leik um sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Tékklandi næsta sumar.

Fyrir hvern mótsmiða sem keyptur var fást afhentir 2 miðar á umræddan leik og þurfa mótsmiðahafar að senda tölvupóst á [email protected] , gefa upp nafn og kennitölu og miðarnir verða tilbúnir til afhendingar í næstu viku í afgreiðslu KSÍ á Laugardalsvelli.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner