banner
   þri 30. september 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Jói Þórhalls: Meiri líkur á að ég hætti
Jóhann í leik með Þór í sumar.
Jóhann í leik með Þór í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn reyndi Jóhann Þórhallsson segir meiri líkur en minni á að hann leggi skóna alfarið á hilluna eftir tímabilið.

Jóhann hætti síðastliðið vetur en tók fram skóna á nýjan leik í sumar og spilaði níu leiki í Pepsi-deildinni.

,,Samningurinn minn rennur út í lok október og ég mun taka ákvörðun þá. Það eru meiri líkur á að ég hætti," sagði hinn 34 ára gamli Jóhann við Fótbolta.net í dag.

,,Ég er kominn með þrjú börn og það er nóg að gera hjá fjölskyldunni. Maður er að sinna öðrum hlutum líka."

Jóhann hefur skorað 100 mörk í 262 deildar og bikarleikjum með Þór, Fylki, Grindavík, KA og KR á ferli sínum hér á landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner