Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 01. október 2014 14:30
Magnús Már Einarsson
Ferdinand: Enskir landsliðsmenn meðhöndlaðir eins og börn
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, varnarmaður QPR, segir að leikmenn enska landsliðsins hafi verið meðhöndlaðir eins og börn í gegnum tíðina.

Í ævisögu sinni segir Ferdinand frá því þegar hann hitti hollenska landsliðið á hótelbar þegar HM í Brasilíu stóð yfir í sumar.

,,Eitt kvöldið vorum við á hótelbarnum með Fabio Cannavaro og vorum að bíða eftir Christian Vieri," sagði Ferdinand sem að var að vinna fyrir BBC á HM í sumar.

,,Allt í einu mætti allt hollenska landsliðið og fór að slaka á þarna á barnum."

,,Ég sat við hliðina á (Wesley) Sneijder og sagði 'Hvað er í gangi? Megið þið vera hér?' Hann svaraði 'Já, þjálfarinn sagði okkur að fara. Svo lengi sem við komum til baka inn á hótelherbergi fyrir klukkan 11 þá er þetta í lagi."

,,Okkar leikmenn eru meðhöndlaðir eins og krakkar,"
bætti Ferdinand við um enska landsliðið.

,,Það skiptir ekki máli hvort það sé af því að þeir hafi gert mistök í fortíðinni, út af því að þjálfarinn treystir ekki leikmönnunum eða að hann treysti ekki fjölmðilum. Ég held að hollenskir fjölmiðlar hafi ekki minnst á þetta. Leikmennirnir voru rólegir og afslappaðir."
Athugasemdir
banner
banner
banner