mið 01. október 2014 15:11
Magnús Már Einarsson
3200 miðar seldir á leik FH og Stjörnunnar
Þrír dagar í FH - Stjarnan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikil eftirvænting er fyrir leik FH og Stjörnunnar í Pepsi-deildinni á laugardag en nú þegar hafa 3200 miðar selst á leikinn þrátt fyrir að almenn miðasala sé ekki hafin.

,,Miðasala er í gangi fyrir iðkendur FH, bakhjarla og félagsmenn þessa stundina og hafa samtals verið 3200 miðar seldir," segir í fréttatilkynningu frá FH.

Uppselt er í stúku með yfirbyggðu þaki í Kaplakrika og ljóst er að áhorfendamet í efstu deild gæti fallið. 6177 áhorfendur sáu leik KR og ÍA árið 1961 og það met gæti fallið á laugardag.

Almenn miðasala á leik FH og Stjörnunnar hefst í Kaplakrika klukkan 9 í fyrramálið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner