Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. október 2014 18:01
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Ekkert skorað í Pétursborg
Berbatov komst ekki á blað frekar en aðrir leikmenn í Pétursborg.
Berbatov komst ekki á blað frekar en aðrir leikmenn í Pétursborg.
Mynd: Getty Images
Zenit 0 - 0 Monaco

Ekkert mark var skorað í fyrsta leik dagsins í Meistaradeildinni en Zenit Pétursborg og Monaco áttust við í C-riðli. Bæði þessi lið unnu í fyrstu umferð og eru því með fjögur stig hvort lið.

Leikurinn var alls ekki upp á marga fiska og hvorugt liðið náði að skemmta áhorfendum. Monaco var nálægt því að skora seint í leiknum þegar skot Yannick Ferreira Carrasco fór í utanverða stöngina.

Bayer Leverkusen og Benfica eigast við í hinum leik riðilsins í kvöld og keppast þar um að narta í hæla Zenit og Monaco.
Athugasemdir
banner
banner
banner